Golfklúbburinn Hamar

img_3115.jpg
Home

Unglingarnir stóðu sig vel á Íslandsmótinu

Um helgina fór fram íslandsmótið í holukeppni í Íslandsbankamótaröðinni og var leikið á Þorláksvelli. Unglingarnir úr GHD stóðu sig með mikilli prýði eins og oft áður. Arnór Snær Guðmundsson og Amanda Guðrún Bjarnadóttir höfnuðu í öðru sæti í sínum flokki og Snædís í þriðja sæti. Þetta var flott spilamennska hjá okkar krökkum í gegnum allt mótið og leikirnir hjá Arnóri og Amöndu fóru upp 18 holuna þar sem úrslit réðust á síðustu púttum. Spennan gat ekki verið meiri. Snædís vann sinn leik á 17 holu.

GHD óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.

IMG 0669-2-700x562

 


 

Arnór Snær byrjar vel í Eimskipsmótaröðinni

Um helgina fór fram fyrsta mótið í Eimskipsmótaröðinni 2016, Egils-Gullmótið, og var leikið á Strandavelli. Hinn bráðefnilegi kylfingur úr GHD Arnór Snær Guðmundsson náði þar sínum besta árangri og lenti í öðru til þriðja sæti í karlaflokki en Arnór er aðeins 16 ára gamall. Sigurvegari á mótinu var Andri Þór Björnsson úr GR. Í kvennaflokki sigraði Þórdís Geirsdóttir úr GR en Dalvíkingurinn Ólöf María Einarsdóttir sem nú keppir fyrir Golfklúbb Mosfellsbæjar varð í 6. sæti.

Golfklúbburinn Hamar óskar þessum efnilegu kylfingum til hamingju með árangurinn og góða byrjun á golfsumrinu.

arnorsnaergudmundsson

 

Vinnudagur á vellinum

Seinnipartinn á þriðjudag 17. maí ætlum við að starta vinnudegi á Arnarholtsvelli... mæting er ca. milli 16 og 17, eins og hentar hverjum og einum. Ætlunin er að fara í að þrífa húsið og vinna hin ýmsu verkefni úti á velli....

Vonandi sjáum við sem flesta - margar hendur vinna létt verk

 

Þriðja mótið í styrktarmótaröðinni

3styrktarmot

 

Smávægileg villa í inngangi skýrslu Edwins

Bent hefur verið á smávægilega villu í því eintaki skýrslu Edwins Roalds sem komin er í dreifingu. Á síðu 5 í því eintaki er sagt að skýrslan hafi verið unnin fyrir Dalvíkurbyggð. Hið rétta er að skýrslan var unnin fyrir golfklúbbinn Hamar og hefur það verið leiðrétt. Rétt eintak skýrslunnar má nálgast hér að neðan.

Skýrsla um framtíðarstaðsetningu golfvallar í Dalvíkurbyggð

 

Page 10 of 46

Símanúmer í golfskála
466-1204

Free business joomla templates